Education in a Suitcase

Styrktarfélagið Broskallar styrkir verkefni sem heitir Education in a Suitcase.

Tilgangurinn er að efla nám á fátækum svæðum, með því að gefa nemendum spjaldtölvur með aðgang að námsefni og æfingum. Þetta er gert með því að safna fé og nota það til að kaupa spjaldtölvur, þjóna og setja upp hugbúnað og efni. Hugbúnaðurinn og efnið er allt ókeypis. Mikilvægasta efnið er tutor-web námskerfið, mest til stærðfræðikennslu, en einnig fá nemendur aðgang að öðru efni. Efst á blaði eru Wikipedia og Khan Academy.